Fórnarlamb mansals gert að góðgerðarsendiherra

Murad ferðast nú um heim­inn til að segja sögu sína …
Murad ferðast nú um heim­inn til að segja sögu sína og leita stuðnings við hinar fjöl­mörgu jasída­kon­ur sem haldið er sem kyn­lífsþræl­um af Ríki íslams.

Jasídakonan Nadia Murad, sem tilnefnd hefur verið til friðarverðlauna Nóbels, hefur verið gerð að góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum fórnarlamba mansals. Er Murad fyrsta fórnarlamb slíkra „hörmunga sem er veittur þessi heiður,“ að því er segir í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum.

Murad var handsömuð í Írak 2014 og henni haldið sem kyn­lífsþræl í þrjá mánuði ásamt yfir 5.000 jasída­kon­um á meðan Ríki íslams sölsaði und­ir sig fleiri og fleiri svæði í  landinu. Sex bræðra hennar voru myrtir af hryðjuverkasamtökunum.

Fyrrverandi gísl Ríkis íslams hágrét í norskum sjónvarpsþætti

Undanfarin misseri hefur Murad ferðast um heim­inn til að segja sögu sína og leita stuðnings við hinar fjöl­mörgu jasída­kon­ur sem haldið er sem kyn­lífsþræl­um af Ríki íslams.  Hún greindi  BBC frá því í sjónvarpsviðtali að hún hefði sætt bæði kynferðislegri og líkamlegri misnokun.

„Samkvæmt þeirra stjórnarháttum þá telst kona stríðsgóss ef hún handsömuð við það að reyna að flýja. Hún er færð í fangaklefa og henni er nauðgað af öllum mönnum í þeim búðum. Ég varð fyrir hópnauðgun,“ sagði Murad.

Hún sagði enn fremur að hún hefði nokkrum sinum gengið kaupum og sölum milli vígahópa, en sér hefði á endanum tekist að flýja.

Sendiherrahlutverk Murad mun fela í sér að vekja athygli á þjáningum fórnarlamba mansals, sérstaklega kvenna og barna í hópi flóttamanna og hælisleitenda.

mbl.is