Obama er fæddur í Bandríkjunum

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Kosningaskrifstofa Donalds Trumps, frambjóðanda repúblikana, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kemur fram að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sé fæddur í Bandaríkjunum. 

Trump hefur verið einna háværastur í þeirri umræðu um hvar Obama hafi fæðst en hið rétta er Hawaii. Trump hins vegar snúið sér að öðru og sakar nú keppinaut sinn, Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, um að hafa komið af stað óhróðri um Obama þegar hún keppti við Obama um hylli demókrata fyrir forsetakosningarnar 2008. Samkvæmt BBC er hins vegar ekki bent á neinar sannanir á þessari fullyrðingu framboðs Trumps um að Clinton beri ábyrgð á þessu skítkasti í garð Obama á sínum tíma. 

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP

Clinton reynir að svara fyrir sig á Twitter þar sem hún segir að arftaki Obama megi ekki og muni ekki vera maður sem bar ábyrgð á kynþáttahatri í umræðunni um fæðingarstað Obama.

Fréttamaður BBC í Norður-Ameríku, Anthony Zurcher, segir að yfirlýsingin sem aðstoðarmaður Trumps, Jason Miller, ritar undir, sé langt frá því að vera viðurkenning á að hafa sagt eða gert eitthvað rangt. Þess í stað reynir Miller að koma sökinni á því að hafa sett orðróminn af stað á Hillary Clinton og það sé einfaldlega rangt hjá Miller. 

Yfirlýsingin er birt í kjölfar viðtals Trumps við Washington Post þar sem Trump neitar að svara spurningu varðandi fæðingarstað Obama - það er hvort Obama sé fæddur í Bandaríkjunum. Þess í stað segist hann ekki vilja svara spurningunni.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert