98% vilja ekki taka á móti flóttamönnum

Kjósendur greiða atkvæði um helgina.
Kjósendur greiða atkvæði um helgina. AFP

Um 98% þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Ungverjalandi þar sem kosið var um móttöku flóttamanna, sögðu nei. Umdeilt er hvort niðurstaðan sé sigur fyrir forsætisráðherrann, Viktor Orbán, en hún er ekki bindandi þar sem kosningaþátttaka var undir 50%.

Orbán hefur barist ötullega gegn svokölluðu kvótakerfi Evrópusambandsins, sem hefur leitast við að takast á flóttamannavandanum með því að deila flóttamönnum niður á aðildarríki sambandsins.

Forsætisráðherrann segir niðurstöðuna umboð til að fara til Brussel og „tryggja að við verðum ekki neydd til að taka á móti fólki sem við viljum ekki búa með.“

Hann segir atkvæðagreiðsluna munu verða fyrirmynd fyrir önnu ríki.

Samkvæmt kvótakerfinu áttu Ungverjar að taka á móti 1.294 flóttamönnum frá Grikklandi og Ítalíu á þessu ári.

Orbán hefur staðið í hárinu á Angelu Merkel og öðrum leiðtogum sem hafa freistað þess að fá aðildarríki Evrópusambandsins til að gera samstillt átak í móttöku flóttamanna. Hann hefur kallað eftir menningarlegri byltingu innan sambandsins og verið afar mótfallinn fyrrnefndum kvóta.

Forsætisráðherrann hafði vonast til þess að úrslit atkvæðagreiðslunnar yrði öðrum ríkjum til eftirbreytni en mistókst að laða nógu  margra að kjörborðinu.

Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að kosningaþátttaka hafi aðeins verið 43,9%.

Sérfræðingar vilja ekki meina að úrslitin séu sá sigur sem Orbán hefur haldið fram, þvert á móti séu þau ósannfærandi þegar horft er til þess að auglýsingaherferðin sem stjórnvöld hrundu af stað í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fimm sinnum umfangsmeiri en sú næst stærsta í sögu Ungverjalands.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

Orbán segir niðurstöðurnar sigur en sitt sýnist hverjum.
Orbán segir niðurstöðurnar sigur en sitt sýnist hverjum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert