Vilja heimila líknardauða þegar fólk hefur „lokið lífi sínu“

Blómamergð í Lisse.
Blómamergð í Lisse. AFP

Hollensk stjórnvöld hyggjast leggja fram frumvarp að lögum sem heimila líknardauða í tilvikum þar sem einstaklingum þykja þeir hafa „lokið lífi sínu“.

Holland var fyrsta ríkið til að lögleiða líknardráp árið 2002 en aðeins í tilvikum þar sem sjúklingar upplifðu miklar þjáningar og áttu ekki von á bata.

Heilbrigðis- og dómsmálaráðherrar landsins lögðu í gær fram bréf á þinginu þar sem þeir sögðu að fólk sem hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu „lokið“ lífi sínu ættu, að uppfylltum ströngum skilyrðum, að fá að deyja á mannsæmandi hátt.

Tillagan er líkleg til að vekja hörð viðbrögð meðal gagnrýnenda sem segja upprunalega stefnumótun varðandi líknardauða komna út fyrir áður ákveðin mörk, þar sem „óbærileg þjáning“ nær nú bæði til líkamlegs sársauka og andlegrar vanlíðanar.

Stór meirihluti Hollendinga er fylgjandi líknardrápum og þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár, bæði vegna aukinnar eftirspurnar og fjölgunar lækna sem eru reiðubúnir til að koma að málum.

Edith Schippers, heilbrigðisráðherrann, segir nýju lögin aðeins munu eiga við um þá sem komnir eru á aldur. Krafist verður eftirlits og samþykkis þriðja aðila.

Guardian sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...