Ætla að rífa æskuheimili Hitlers

Bæjarstarfsmenn í Braunau Am Inn að störfum utan við gistiheimilið ...
Bæjarstarfsmenn í Braunau Am Inn að störfum utan við gistiheimilið fyrrverandi þar sem Adolf Hitler kom í heiminn 1889. Stjórnvöld hafa ákveðið að láta rífa húsið. AFP

Stjórnvöld í Austurríki ætla að láta rífa húsið þar sem Adolf Hitler fæddist árið 1889, til að koma í veg fyrir að húsið verði að pílagrímsstað nýnasista og hyggjast leggja fram sérstakt frumvarp sem heimili þeim að taka húsið eignarnámi.

Miklar deilur hafa verið uppi um húsið sem er í bænum Braunau am Inn og sem áður var gistihús. Skiptar skoðanir eru meðal Austurríkismanna um það hvort rífa eigi húsið, eða finna því annað hlutverk. Deilan hefur síðan flækst enn frekar við það að eigandi hússins hefur neitað að selja það.

Frétt mbl.is: Vilja taka yfir fæðingastað Hitlers

Wolfgang Sobotka, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði í dag í viðtali við austurríska dagblaðið Die Presse að nefnd sérfræðinga hafi komist að þeirri niðurstöðu að réttast sé að rífa húsið.

Ný bygging verði síðan reist á lóðinni sem muni annaðhvort gegna stjórnsýslulegu hlutverki eða nýtast góðgerðarsamtökum.

„Hitlershúsið verður jafnað við jörðu. Grunnurinn má standa, en ný bygging verður reist. Það verður annaðhvort nýtt af góðgerðarsamtökum eða sveitarstjórninni,“ hefur blaðið eftir Sobotka.

Lagadeilur hafa verið milli eiganda hússins og stjórnvalda árum saman, en austurríska ríkið hefur leigt húsið frá 1972 og greiðir nú um 4.800 evrur í leigu mánaðarlega, eða rúmar 600.000 kr. Húseigandinn, sem er kona á eftirlaunaaldri, hefur hins vegar harðneitað að selja stjórnvöldum bygginguna.

Fréttavefur BBC segir þó nú vera gert ráð fyrir að austurríska þingið samþykki á næstunni frumvarp sem heimili stjórnvöldum að taka húsið eignarnámi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Falleg íbúð á Keilugranda
Falleg 2ja herb. íbúð á Keilugranda til langtímaleigu frá 1. sept. Fyrir reyklau...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...