Fjórir ákærðir fyrir tengsl við hryðjuverkahópa

Lögreglan gerði húsleitir í fjórum borgum Belgíu í dag.
Lögreglan gerði húsleitir í fjórum borgum Belgíu í dag. AFP

Fjór­ir ein­stak­ling­ar hafa verið ákærðir fyr­ir tengsl við hryðju­verka­sam­tök í Belg­íu.
Þeir eru á meðal þeirra 15 sem voru hand­tekn­ir í sam­eig­in­leg­um aðgerðum lög­reglu í borg­un­um Ghent, Antwerpen and Deinze í Belg­íu í morg­un. „Sum­ir þeirra eru grunaðir um að safna nýliðum og þjálfa þá með það að mark­miði að kom þeim til Sýr­lands þar sem þeir ganga til liðs við Ríki íslam,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara.

Nokkr­ir þeirra sem voru hand­tekn­ir tóku þátt í hryðju­verka­árás­un­um í nóv­em­ber í Par­ís þegar 130 létu lífið og hundruð slösuðust. Þess­ir ein­stak­ling­ar eru sagðir góðkunn­ingj­ar lög­regl­unn­ar en þeir ólust upp í miðborg Brus­sel.

Hvorki vopn né sprengi­efni fund­ust í aðgerðum lög­regl­unn­ar. Aðgerðin er sögð ekki vera í bein­um tengsl­um við hryðju­verk­in sem voru fram­in í Brus­sel í mars þegar 32 létu lífið.

Örygg­is­stig í Brus­sel enn á öðru stigi og hef­ur verið frá hryðju­verka­árás­un­um í Brus­sel í mars. Þrátt fyr­ir aukn­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir í land­inu hafa fjöldi til­vika átt sér stað þar sem ráðist hef­ur verið á lög­reglu­menn.

Frétt mbl.is: Lög­reglu­menn stungn­ir í Brus­sel 

Frétt mbl.is: Lög­reglu­menn særðir í sveðju­árás

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert