Síðustu ungmennin flutt á brott

Farið með fyrstu ungmenninn í burtu frá Calais í morgun.
Farið með fyrstu ungmenninn í burtu frá Calais í morgun. AFP

Fimmtán hundruð börn og ungmenni sem eru á flótta án fylgdar verða flutt úr frönsku flóttamannabúðum, Jungle, við Calais í dag. Þeirra bíður dvöl í öðrum búðum víðsvegar um Frakkland. Ungmennin vilja komast til Bretlands þar sem flest þeirra eiga ættingja.

Ungmenni sem hafa haldið til í búðunum í Calais að …
Ungmenni sem hafa haldið til í búðunum í Calais að undanförnu. AFP

Frönsk yfirvöld sendu í morgun fyrstu rútuna á staðinn til þess að flytja börnin á brott en alls verða ungmenning flutt á brott með rúmlega 70 rútum í dag. Áður voru allt að 10 þúsund flóttamenn í búðunum en allir þeir sem eru 18 ára og eldri voru fluttir á brott í síðustu viku. Á mánudagskvöldið var lokið við að jafna búðirnar (Jungle) við jörðu.

Frakkar hafa ítrekað krafið bresk stjórnvöld um að grípa til aðgerða og taka á móti börnum og ungmennum sem eru fylgdarlaus á flóttanum. Frá því um miðjan október hafa Bretar tekið við rúmlega 270 börnum og hafa heitið því að taka við hundruðum til viðbótar.

AFP

François Hollande, forseti Frakklands, sagði í síðustu viku að börnunum yrði dreift víða um Frakkland en að hann vonaðist til þess að bresk yfirvöld myndu taka við þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert