Ekki upplýst um yfirheyrslurnar

Sænska ákæruvaldið mun nú taka ákvörðun um áframhald rannsóknarinnar.
Sænska ákæruvaldið mun nú taka ákvörðun um áframhald rannsóknarinnar. AFP

Yfirheyrslum yfir Julian Assange vegna ásakana um nauðgun er lokið. Þær stóðu í tvo daga og fóru fram í sendiráði Ekvador í Lundúnum, þar sem Assange hefur dvalið síðan 2012. Samkvæmt sænska ákæruvaldinu verður ekki uppýst um niðurstöður yfirheyrslnanna að svo stöddu. Það mun nú taka stöðuna og taka afstöðu til þess hvort rannsókn málsins verður haldið áfram.

Assange hefur ávallt neitað ásökununum gegn sér og segir þær af pólitískum toga. Hann neitaði að ferðast til Svíþjóðar og sæta yfirheyrslum þar, þar sem hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér langa fangelsisvist vegna birtingar Wikileaks á gögnum um stríðin í Afganistan og Írak.

Assange var upphaflega ásakaður um bæði naugðun og kynferðislegt ofbeldi, en síðarnefndu brotin fyrndust á síðasta ári. Hin meinta naugðun á hins vegar að hafa átt sér stað 2010 og fyrnist ekki fyrr en tíu ár eru liðin frá brotinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert