Fidel Castro látinn

Kúbanski byltingarleiðtoginn Fidel Castro er látinn. Castro var 90 ára gamall, en bróðir hans, Raul Castro, forseti Kúbu, tilkynnti um andlát hans í nótt. Castro var einn af þekktustu þjóðarleiðtogum síðustu aldar, en hann bauð meðal annars Bandaríkjunum byrginn um langt skeið og lifði af morðtilræði.

Castro komst til valda í byltingu árið 1959 og hélt völdum til ársins 2006 þegar hann steig til hliðar og eftirlét bróður sínum völdin.

Samkvæmt Raul lést Castro klukkan 22:29 að staðartíma, en það er klukkan 3:29 í nótt að íslenskum tíma. Tilkynnti hann um andlátið í sjónvarpsræðu. Mun lík hans verða brennt að ósk Castros sjálfs, en jarðarförin mun fara fram á laugardaginn.

Mynd af Fidel Castro frá því árið 1995. Hann var …
Mynd af Fidel Castro frá því árið 1995. Hann var þekktur fyrir að koma fram í hermannafatnaði líkt og á myndinni. AFP

Castro var þekktur fyrir skeggvöxt sinn, vindlareykingar, hermannaklæðnað og klukkustundalangar ræður sem hann flutti almenningi. Hann lifði eftir kjörorðinu „sósíalismi eða dauði“ og hélt í þá trú sína fyrir og eftir kalda stríðið.

Árið 1953 stóð Casto fyrir valdaránstilraun gegn Fulgencio Batista, sem stjórnaði á Kúbu með stuðningi Bandaríkjanna. Tilraunin mistókst og Castro var dæmdur í 15 ára fangelsi. Tveimur árum síðar fór hann í útlegð til Mexíkó og skipulagning næstu valdaránstilraunar hófst. Meðal hans helstu bandamanna á tímanum var uppreisnarmaðurinn Che Guevara frá Argentínu.

Raul Castro greinir frá andláti bróður síns í nótt.
Raul Castro greinir frá andláti bróður síns í nótt. AFP

Uppreisn þeirra hófst í desember 1956 þegar þeir sigldu til Kúbu og 25 mánuðum síðar náðu þeir völdum og steyptu Batista af stóli. Castro ríkisvæddi stuttu síðar öll fyrirtæki í bandarískri eigu sem olli reiði ráðamanna í Bandaríkjunum. Var sett á viðskiptabann sem enn stendur, þrátt fyrir að einhver slaki hafi komist á þau mál nú undir lok forsetaferils Baracks Obama Bandaríkjaforseta.

Castro á kúbanska þinginu árið 2005.
Castro á kúbanska þinginu árið 2005. AFP

Eftir að Castro tók við völdum var hann í góðum samskiptum við stjórnvöld í Sovétríkjunum sem um áratugaskeið voru helstu bakhjarlar Kúbu. Varð Castro að miðpunkti heimsins árið 1962 þegar kalda stríðið stóð sem hæst og Sovétmenn ætluðu að sigla með kjarnorkuflaugar til Kúbu. Stóð heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar þangað til Sovétmenn sneru skipum sínum við og héldu til baka með flaugar sínar.

Castro veiktist alvarlega árið 2006 og fór í aðgerð í júlí það ár.

Helstu tímamót í lífi Fidel Castro.
Helstu tímamót í lífi Fidel Castro. Mynd/AFP
Fidel Castro árið 1960, á þeim tíma sem hann var …
Fidel Castro árið 1960, á þeim tíma sem hann var forsætisráðherra Kúbu, ásamt hinum argentínska Che Guevara. AFP
Field Castro hitti forsætisráðherra Japans í september á þessu ári …
Field Castro hitti forsætisráðherra Japans í september á þessu ári í Havana á Kúbu. Myndin var tekin við það tækifæri, en heilsu Castros hafði hrakað nokkuð undanfarin ár. AFP
Fidel Castro ræðir við Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á …
Fidel Castro ræðir við Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Havana á Kúbu árið 2010. AFP
Mynd frá 1997 þar sem Castro ræðst gegn fjölmiðlum fyrir …
Mynd frá 1997 þar sem Castro ræðst gegn fjölmiðlum fyrir að fjalla um meint andlát sitt á þeim tíma. AFP
Jóhannes Páll páfi heimsótti Kúbu árið 1998 og tók Fidel …
Jóhannes Páll páfi heimsótti Kúbu árið 1998 og tók Fidel Castro á móti honum í byltingarhöllinni í Havana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert