Kveikt strax í jólageitinni

Jólageitin í Gävle.
Jólageitin í Gävle. Twitter-síða Gävlebocken

Jólageitin í Gävle náði nokkrum klukkustundum áður en hún var öll blessunin í ár. Fimmtíu ár eru liðin frá því jólageitinni var fyrst komið fyrir á Slottstorget í sænska bænum Gävle og yfirleitt er kveikt í henni. 

Í ár voru brennuvargarnir snemma á ferðinni því örfáum tímum eftir að geitinni var komið fyrir hljóp maður að geitinni, hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hann, það er brennuvargurinn, forðaði sér síðan á hlaupum. Lögreglan leitar mannsins.

Á Twitter-síðu jólageitarinnar segir: Æ nei. Ég náði stuttum tíma með ykkur í ár en trúið mér ég mun rísa upp úr öskustónni. Sjáumst á næsta ári kæru vinir.

Á vef sænska ríkisútvarpsins er rætt við mann sem varð vitni að íkveikjunni um klukkan 23 í gærkvöldi. Hann hafði komið á torgið ásamt unnustu sinni um 22:40 til þess að taka myndir þar sem þau höfðu misst af athöfninni fyrr um daginn.

Þau tóku myndir frá ýmsum sjónarhornum og eru meira að segja með brennuvarginn á einhverjum myndum. Því allt í einu hljóp maðurinn að geitinni og hellti bensíni yfir hana og kveikti í. 

Frétt SVT

mbl.is