Assange afhendir lífsýni

AFP

Breska lögreglan hefur fengið lífsýni úr stofnanda WikiLeaks, Julian Assange, að beiðni ríkissaksóknara Svíþjóðar. Lífsýnið verður notað í rannsókninni á því hvort Assange hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð.

Lífsýnið var tekið úr Assange í sendiráði Ekvador í London þar sem hann hefur dvalið síðan 2012 eftir að vera sakaður um kynferðislegt ofbeldi í Svíþjóð. Hann hefur alltaf neitað ásökunum. Hann óttast að Svíar muni framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann þyrfti að svara til saka fyrir birtingu trúnaðarupplýsinga á vef WikiLeaks.

Fyrr í mánuðinum yfirheyrði saksóknari hjá ríkissaksóknaraembætti Ekvador Assange í sendiráðinu fyrir hönd ríkissaksóknaraembættis Svíþjóðar. Saksóknari frá Svíþjóð var viðstaddur yfirheyrslurnar. Þar kom fram að Assange hafi þá þegar veitt bresku lögreglunni lífsýni úr sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert