Ráðist gegn Kúrdum

AFP

Tyrklandsher gerði árásir á búðir kúrdískra skæruliða í norðurhluta Íraks í gærkvöldi, eða innan við sólarhring frá því að tvær sprengjur sprungu í Istanbul. Alls létust 38 í sprengjutilræðunum á laugardagskvöldið.

Fyrir sprengjunni var komið fyrir í bifreið fyrir utan leikvang Besiktas knattspyrnuliðsins og innan við mínútu eftir að hún sprakk sprengdi sjálfsvígsárásarmaður sig upp þar sem hann var í hópi lögreglumanna í almenningsgarði skammt frá. 30 lögreglumenn létust og sjö almennir borgarar. Ekki hafa verið borin kennsl á einn hinna látnu.

Klofningshópur úr Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK), Frelsisfálkar Kúrdistan (TAK), báru ábyrgð á tilræðunum og hafa fjölmargir Kúrdar verið handteknir í tengslum við árásirnar í dag af tyrkneskum yfirvöldum.

Samkvæmt upplýsingum frá tyrkneska hernum var gerð árás á höfuðstöðvar PKK í Zap héraði í norðurhluta Íraks og þær gjöreyðilagðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert