Savtsjenkó stofnar uppreisnarhreyfingu

Nadía Savtsjenkó, orrustuflugmaðurinn sem hefur nú stofnað eigin andspyrnuhreyfingu.
Nadía Savtsjenkó, orrustuflugmaðurinn sem hefur nú stofnað eigin andspyrnuhreyfingu. AFP

Úkraínski orrustuflugmaðurinn Nadía Savtsjenkó sem varð að þjóðhetju þegar á sat í rússnesku fangelsi hefur stofnað uppreisnarhreyfingu sem hún segir að verði að stjórnmálaflokki þegar fram líða stundir. Hún boðar „raunverulegar“ kerfisbreytingar.

Hreyfingin nefnist RUNA og stendur fyrir Hreyfingu virks úkraínsks fólks. Savtsjenkó er 35 ára gömul og varð að tákni andspyrnu Úkraínumanna gegn hernámi Rússa. Hún var dæmd fyrir aðild að morði á tveimur rússneskum sjónvarpsfréttamönnum í austurhluta Úkraínu fyrir tveimur árum. Henni var sleppt úr rússnesku fangelsi í maí.

Hún hefur staðið uppi í hárinu á Petro Porosjenkó, forseta Úkraínu, og stutt beinar viðræður við vopnaðar sveitir í Austur-Úkraínu. Henni var bolað úr forystusveit stjórnmálaflokki Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, af þeim sökum.

mbl.is
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
Í Grafarvogi íbúð til leigu
100 ferm. rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (enginn kjallari). Langtímaleiga la...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...