Ruddist í partí og drap tólf

Árásin átti sér stað í Campinas.
Árásin átti sér stað í Campinas. Skjáskot/Google maps

Vopnaður man ruddist inn í gleðskap á gamlárskvöld í Brasilíu og skaut þar til bana fyrrverandi eiginkonu sína og ellefu ættingja hennar áður en hann svipti sig lífi.

Árásin átti sér stað skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í bænum Campinas, um 100 kílómetra norður af Sao Paulo, samkvæmt brasilískum fréttamiðlum.

Fórnarlömbin höfðu öll safnast saman til að fagna komu nýs árs. Árásarmaðurinn og eiginkona hans höfðu nýlega skilið en meðal fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamall sonur þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert