Le Pen í Trump-turninum

Le Pen á kaffihúsi í turninum.
Le Pen á kaffihúsi í turninum. AFP

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sást í dag í Trump-turninum í New York, höfuðstöðvum og híbýlum verðandi forsetans Donalds Trump.

Í samtali við fréttamann BBC á staðnum neitaði hún að segja hvort hún væri þar til að hitta Trump. Í tilkynningu frá starfsliði hans segir þó að þau hafi ekki fundað saman.

Le Pen er einn af helstu frambjóðendunum í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fara í apríl, samkvæmt skoðanakönnunum.

Hefur hún sagt kjör Donalds Trump „einn stein til viðbótar í byggingu nýs heims“.

Le Pen var með þremur karlmönnum á kaffihúsi í turninum. AFP bar kennsl á einn þeirra, Louis Aliot, varaformann Þjóðfylkingarinnar.

mbl.is