Hertogahjónin flytjast til Lundúna

Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur mættu í messu í Berkshire ...
Katrín, Karlotta, Georg og Vilhjálmur mættu í messu í Berkshire á dögunum. AFP

Skrifstofa Kensington-hallar hefur tilkynnt að Vilhjálmur Bretaprins muni láta af störfum fyrir þyrlusveit East Anglia næsta sumar og sinna konunglegum skyldustörfum í fullu starfi þaðan í frá. Þetta þýðir að hertogahjónin flytjast til Lundúna, þar sem börnin þeirra munu ganga í skóla.

Gert er ráð fyrir að Vilhjálmur og Katrín, eiginkona hans, muni í auknum mæli hlaupa í skarðið fyrir drottninguna auk þess að sinna eigin hugðarefnum.

Að sögn fulltrúa hertogahjónanna í Kensington-höll hafa þau átt góðar stundir í Norfolk og munu áfram eiga heimili í Anmer Hall. Frá og með haustinu munu þau hins vegar dvelja oftar í höfuðborginni.

Þá er haft eftir Vilhjálmi að það hafi verið forréttindi að fá að starfa fyrir þyrlusveit East Anglia. „Frá tíma mínum í hernum hef ég fengið reynslu í þessu starfi sem mun fylgja mér alla ævi og veita mér mikilsvert samhengi í konunglegum störfum mínum næstu áratugi.“

Ekki er vitað hvar börnin munu sækja skóla og leikskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...