Vilja ferðabann í anda Trumps

AFP

Meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins vill banna fólki frá múslimaríkjum að koma til heimalanda þeirra samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem breska hugveitan Chatham House lét gera. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com.

Fram kemur í fréttinni að 55% væru hlynnt slíku banni í anda tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en 20% væru því andvíg. Horft til einstakra ríkja væru 71% Pólverja hlynnt slíku ferðabanni, 65% Austurríkismanna, 64% Ungverja, 61% Frakka, 58% Grikkja, 53% Þjóðverja, 51% Ítala, 47% Breta og 41% Spánverja.

„Þær [niðurstöðurnar] benda til þess að andstaða á meðal almennings við frekari innflutning fólks frá ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meirihluta sé engan veginn bundin við kjósendur Trumps í Bandaríkjunum heldur fremur útbreidd,“ segir í yfirlýsingu frá hugveitunni.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...