Átta létust í árás

AFP

Átta voru drepnir í hnífaárás í Xinjiang-héraði í gærkvöldi, þar af þrír árásarmenn sem voru skotnir til bana af lögreglu. Tíu særðust í árásinni sem varð gerð í mannmergð í Pishan-sýslu. 

Lögreglan var komin á vettvang aðeins nokkrum mínútum eftir að árásin var gerð en enn er ýmislegt á huldu varðandi árásina, samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út af yfirvöldum. Lögregla segir árásarmennina vera óeirðarseggi en í héraðinu búa fjölmargir af Uighurs-ættbálkinum.

Xinjiang er hérað í vest­ur­hluta Kína, nærri landa­mær­un­um við Kírgyzst­an. Um 46% íbúa eru Uig­hurs en um 39% eru af Han-ætt­bálki. Þeir sem eru Uig­hurs eru flest­ir múslim­ar. Átök hafa blossað upp milli fólks af þess­um ætt­bálk­um með reglu­legu milli­bili.

Stjórnvöld í Peking saka aðskilnaðarhópa Uighur um að bera ábyrgð á árásum í héraðinu en það er ríkt af náttúruauðlindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert