Fengu líflátshótanir eftir Óskarsklúðrið

Warren Beatty virtist agndofa eins og aðrir á sviðinu, eftir …
Warren Beatty virtist agndofa eins og aðrir á sviðinu, eftir að í ljós kom að hann hafði lesið upp ranga mynd. AFP

Starfsmennirnir tveir frá endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers (PwC) sem áttu þátt í því að röng kvikmynd var kynnt sem besta kvikmyndin á Óskarverðlaunahátíðinni um síðustu helgi hafa nú fengið lífverði sér til aðstoðar.

Fréttavefur BBC segir starfsmennina hafa fengið líflátshótanir á samfélagsmiðlum. Talsmaður PwC staðfestir að gripið hafi verið  til þess ráðs að auka öryggi við heimili þeirra Brian Cullinans og Mörthu Ruiz í kjölfar þess að fjölmiðlar birtu upplýsingar um hvar þau búa og myndir af fjölskyldum þeirra.

Vefurinn TMZ.com, sem segir fréttir af fræga fólkinu, segir þau Cullinan og Ruiz óttast um líf sitt, en að mistökin muni ekki kosta þau endurskoðunarstarfið hjá PwC.

Þau Cull­in­an og Martha Ruiz, báru ábyrgð á því að af­henda þeim War­ren Beatty og Faye Dun­away, kynn­um verðlauna­af­hend­ing­ar­inn­ar, um­slög­in með vinn­ings­höf­un­um. Cull­in­an af­henti Beatty rangt um­slag með þeim afleiðingum að Beatty tilkynnti að  kvik­mynd­in La La Land hefði borið sig­ur úr být­um, en síðan var það leiðrétt þar sem rétti sig­ur­veg­ar­inn var mynd­in Moon­lig­ht.

Atvikið þykir eitt mesta glapparskot sem orðið hefur í sögu Óskarverðlaunanna. PwC hef­ur séð um að telja at­kvæði við Óskar­sverðlauna­af­hend­ing­una með góðum ár­angri í 83 ár. Ekki liggur enn fyrir hvort fyrirtækið verði fengið til verksins að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert