Fjarlægðu 915 myntir úr skjaldböku

Dýralæknar hafa fjarlægt 915 smápeninga úr meltingarfærum sæskjaldbökunnar Bank en þeir höfðu myndað 5 kg bolta. Þyngd smápeninganna varð þess valdandi að kviðskel Banks brast og lífshættuleg sýking komst í sárið.

Aðgerðin á skjaldbökunni fór fram í Bangkok en tilurð peningaboltans má rekja til þess að ferðalangar hafa löngum lagt það í vana sinn að kasta smápeningum í sjávarlaugina þar sem Bank heldur til í heimabæ sínum.

Margir Taílendingar trúa því að það færi manni langlífi að kasta smápeningum í skjaldbökur.

Það tók fimm skurðlækna fjóra tíma að fjarlægja peningana úr maga Bank, en myntboltinn var svo stór að ómögulegt reyndist að fjarlægja hann gegnum 10 sm skurðinn. Því brugðu þeir á það ráð að fjarlægja nokkra í einu.

Sumir smápeninganna höfðu tærst og aðrir eyðst að hluta.

Nantarika Chansue, sem fór fyrir læknateyminu, sagðist hafa orðið öskureið þegar hún komst að því hvað hrjáði skjaldbökuna.

„Ég varð reið yfir því að mannfólkið, hvort sem það ætlaði eða gerði það í hugsunarleysi, hefði valdið þessari skjaldböku skaða.“

Efnt var til hópsöfnunar fyrir skurðaðgerðinni. Sæskjaldbakan, sem verður að jafnaði um 80 ára, er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Guardian sagði frá.

Sæskjaldbaka.
Sæskjaldbaka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert