Vill sekta menn sem stunda sjálfsfróun

Fóstureyðingarlögum hefur verið mótmælt víða um Bandaríkin síðan Donald Trump …
Fóstureyðingarlögum hefur verið mótmælt víða um Bandaríkin síðan Donald Trump tók við embætti forseta. AFP

Bandaríski stjórnmálamaðurinn Jessica Farrar hefur lagt fram frumvarp þess efnis að karlmenn verði sektaðir um 100 Bandaríkjadali, rúmlega 11 þúsund íslenskar krónur, fyrir að stunda sjálfsfróun án þess að tilgangurinn sé að skapa líf.

Farrar er Demókrati en með þessu vill hún leggja áherslu á fáránleikann vegna fóstureyðingarlaga vestanhafs. Þess vegna vill hún að „öll losun sem á sér stað annars staðar en við samfarir eða á læknastofu“ muni kosta 100 dala sekt.

Litið væri á sjálfsfróun karla sem „aðgerð gegn ófæddu barni,“ segir Farrar en hún veit að frumvarpið verður aldrei að lögum. 

„Þetta fékk mig til að hugsa málið. Ef við erum að hugsa um lífið getum við að sjálfsögðu ekki látið sæði fara til spillis,“ sagði Farrar í samtali við BBC.

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Texas gáfu síðasta haust út regl­ur sem skylda lækna­stof­ur og sjúkra­hús til að láta grafa eða brenna fóst­ur­leif­ar. Regl­urn­ar hafa mætt mik­illi and­spyrnu heil­brigðis­starfs­manna og tals­manna rétt­inda kvenna til fóst­ur­eyðinga.

Regl­urn­ar taka gildi 19. sept­em­ber en sam­kvæmt þeim verður sjúkra­hús­um, lækna­stof­um sem fram­kvæma fóst­ur­eyðing­ar og öðrum heilsu­gæslu­stöðvum bannað að farga fóst­ur­leif­um með hefðbundn­um hætti. Fram að þessu hafa fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í að farga lækn­is­fræðileg­um úr­gangi tekið við þeim.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert