Hvar eru konurnar?

Stúlknaráð og kvennaráðstefna í Qassim-héraði. Það vantar bara konurnar.
Stúlknaráð og kvennaráðstefna í Qassim-héraði. Það vantar bara konurnar. Mynd frá Qassim-ráðinu

Sádi-Arabía hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að virða réttindi kvenna nema að litlu leyti. Það þótti því merkilegt þegar kvennaráðstefna var haldin í al-Qassim-héraði. Myndir voru sendar til fjölmiðla og vöktu þær mikla furðu enda ekki einasta kona sjáanleg á myndinni heldur þrettán karlar. 

Í frétt BBC kemur fram að konurnar hafi verið í öðru herbergi en fengið að taka þátt í gegnum myndútsendingu. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifar undir áætlun ríkisins varðandi fóstureyðingar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifar undir áætlun ríkisins varðandi fóstureyðingar. AFP

Samfélagsmiðlar tóku myndunum fagnandi og hefur þeim verið dreift víða frá því fundurinn var haldinn í Qassaim-héraði á laugardag. Er myndunum líkt við mynd sem birt var í janúar af Donald Trump Bandaríkjaforseta skrifa undir áætlun um fóstureyðingarlöggjöf landsins umkringdur körlum.

Á sama tíma var sett á laggirnar stúlknaráð Qassaim og er leiðtogi þess Faisal bin Mishal bin Saud, prins en hann er einnig héraðsstjóri. Hann segist vera afar stoltur af ráðstefnunni sem er sú fyrsta af þessu tagi sem haldin er í konungsríkinu.

Hann segir að í Qassim-héraði sé litið á konur sem systur karlmanna og stjórnendur þess telji að það sé á þeirra ábyrgð að veita konum og stúlkum aukin tækifæri. Formaður ráðsins er eiginkona prinsins, Abir bint Salman, en hún er ekki með á myndinni, segir í frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...