Óvænt, skemmtilegt og vandræðalegt

Prófessor Robert Kelly.
Prófessor Robert Kelly. Skjáskot af BBC

„Þetta var bæði mjög óvænt, skemmtilegt og hálfvandræðalegt,“ segir Robert Kelly í fyrsta viðtalinu sem tekið er við hann eftir að börnin hans ruddust óvænt inn í viðtal sem tekið var við hann í síðustu viku vegna málefna Suður-Kóreu.

Kelly var að ræða við fréttamann BBC í gegnum Skype þegar börnin hans komu óvænt inn í herbergið. Eig­in­kona Kelly sést einnig á mynd­skeiðinu þar sem hún forðar börn­un­um út úr her­berg­inu en það hef­ur vakið tals­verða at­hygli hversu marg­ir gera ráð fyr­ir því að hún hljóti að vera barn­fóstr­an.

„Þau voru mjög krúttleg en ég sá myndskeiðið eins og allir aðrir. Þetta var mjög fyndið. Við höfum nánast haft slökkt á símunum síðan á föstudag og ég hef ekkert fylgst með skilaboðum á Facebook eða á Twitter,“ segir Kelly í samtali við Wall Street Journal.

„Þetta er í fyrsta skipti sem þau ryðjast svona inn,“ segir Jung-a, eiginkona Kelly. „Ég hef komið fram í sjónvarpi í talsverðan tíma núna,“ segir Kelly en þá bendir Jung-a honum á að hann læsi oftast að sér og þau hlæja bæði.

Jung-a segir að atburðarásin hafi verið mjög skrítin en hún hafi misst sjónar af börnunum og reynt að finna þau, vitandi að Kelly væri í viðtali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert