Fimmtán fórust í bílsprengingu

Íraskir lögreglumenn að störfum.
Íraskir lögreglumenn að störfum. AFP

Að minnsta kosti 15 manns fórust og 33 særðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, að sögn innanríkisráðuneytis landsins.

Sprengingin varð klukkan 16 í vesturhluta borgarinnar.

Enginn hefur lýst yfir ábyrð á ódæðinu á hendur sér en talið er líklegt að um sjálfsmorðsárás Ríkis íslams hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert