Hætt að verja fé til loftslagsmála

Loftmengun í San Fernando í Kaliforníu í síðustu viku. Verði ...
Loftmengun í San Fernando í Kaliforníu í síðustu viku. Verði fjárlagafrumvarpið að veruleika, þá getur EPA hvorki staðið fyrir, né komið að, neinum rannsóknum á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. AFP

Í drögum að nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er gert ráð fyrir að skera niður fjárframlög til bandarísku umhverfisstofnunarinnar (EPA) um tæpan þriðjung. Segja höfundar frumvarpsins það fé sem notað er til að berjast gegn loftslagsbreytingum vera hreina og klára sóun.

Á fréttavef Guardian segir að tugir áætlana sem taka á loftslagsbreytingum, mengun og orkusparnaði verði að engu fáist fjárlagafrumvarpið samþykkt með þessum formerkjum. Er í frumvarpsdrögunum gert ráð fyrir að minnka fjárframlög til Umhverfisstofnunnar um 2,6 milljarða Bandaríkjadala. Segir Guardian slíkan samdrátt fela í sér að einn af hverjum fimm starfsmönnum stofnunarinnar missi vinnuna.

Forsetinn getur hins vegar eingöngu komið með tillögu að fjárlögum. Það er þingið sem þarf að semja endanlegt frumvarp og staðfesta. Áherslur stjórnar Trumps í loftslagsmálum eru hins vegar skýrar og eru niðurskurðartillögurnar enn harkalegri en starfsfólk stofnunarinnar átti von á.

"Við erum hætt að eyða peningum í slíkt," sagði Mick Mulvaney um baráttuna gegn loftslagsbreytingum. AFP

Lamar loftslagsrannsóknir EPA

Segir Guardian að verði frumvarpið að veruleika, þá geti EPA hvorki staðið  fyrir, né komið að, neinum rannsóknum á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

Niðurskurðurinn felur í sér 330 milljón dollara samdrátt í aðgerðum til að hreinsa upp hættuleg efni og 129 milljón dollara niðurskurði til þeirrar deildar sem sér um að framfylgja lögum um hreinsun lofts og vatns. Ekkert yrði þá af hreinsunaraðgerðum á vatnasvæðum norðurhluta Bandaríkjanna, eða Chesaspeake Bay, né heldur 50 öðrum verkefnum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum.

Í skýrslu stjórnarinnar með  frumvarpsdrögunum segir að niðurskurðurinn muni hjálpa EPA að „einbeita sér að grunnlagagildunum og draga úr byrðinni af óþarfa alríkisreglugerðum.“  Áður en  Trump tók við embætti sagði hann stofnunina vera hneisu og lofaði að leysa hana upp í frumeindir.

„Eyðsla á ykkar fé“

„Forsetinn vill minni Umhverfisstofnun. Hann telur stofnunina færast of mikið í fang og fjárhagsáætlunin endurspeglar það,“ sagði Mick Mulvaney, sem fer fyrir fjárhagsáætlun Hvíta hússins.

Mótmælendur í San Diego í Kaliforníu í síðasta mánuði, mótmæla ...
Mótmælendur í San Diego í Kaliforníu í síðasta mánuði, mótmæla skipan Scott Pruitt sem forstjóra bandarísku Umhverfisstofnunarinnar. AFP

Mulvaney staðfesti enn fremur að nýja stjórnin hefði engan hug á að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum. „Við erum hætt að eyða peningum í slíkt. Við teljum það vera eyðslu á ykkar fé,“ sagði hann á fundi með fréttamönnum.

Scott Pruitt, sem Trump skipaði forstjóra Umhverfisstofnunnar, hefur stutt margar af niðurskurðartillögununum. Hann hefur þó mótmælt því að dregið verði úr hreinsunarstarfi á menguðum svæðum.

Gina McCarthy, sem var forstjóri EPA í forsetatíð Barack Obamas, segir fjárlagafrumvarpið velja sérhagsmuni umfram vilja og heilsu almennings.

„Bókstaflega og óeiginlega þá er þetta fjárlagafrumvarp eins og sviðin jörð, það er tilræði gegn hreinu lofti, vatni eða landi,“ sagði hún. „Það er ekki hægt að setja Bandaríkin í fyrsta sæti þegar maður setur heilsu íbúa eða landsins í neðsta sæti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...