Sýndi sig fyrir stúlku og varð fyrir krókódílaárás

Krókódílar geta verið stórhættulegir og það borgar sig ekki að ...
Krókódílar geta verið stórhættulegir og það borgar sig ekki að ögra þeim. mbl.is/AFP

Unglingur sem varð fyrir árás krókódíls í Ástralíu stökk út í á til að reyna að ganga í augun á stúlku.

Hinn átján ára gamli Ástrali, Lee de Paauw, hlaut alvarlega áverka á handlegg. Hann segist vera heppinn að hafa komist á lífi úr Johnstone-ánni í bænum Innisfail. 

Í frétt Sky um málið segir að unglingurinn hafi verið að monta sig af því á hótelinu sem hann var á að hann gæti synt í ánni. 

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Um leið og hann stökk út í sáust skvettur og óp heyrðust,“ segir bresks stúlka, sú hin sama og drengurinn var að reyna að ganga í augun á. Hún segir að blóð hafi verið út um allt og hann ungi maðurinn hafi öskrað lengi.

Stúlkan viðurkennir að hún hafi manað piltinn til að stökkva út í en segist ekki hafa haldið að hann myndi láta verða af því. 

Í frétt Sky segir að unglingurinn hafi náð að kýla krókódílinn í höfuðið og þannig losa sig frá honum. 

Pilturinn segist hafa viljað sýna bresku stúlkunni að hann gæti þetta. „Ég fékk númerið hjá henni,“ sagði hann montinn í samtali við ástralska útvarpsstöð í gær. „Ég gerði þetta fyrir hana.“

Sjúkraflutningamenn sem komu að slysinu segja að pilturinn sé heppinn að vera á lífi. 

mbl.is
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....