Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams

Danska lögreglan að störfum í Kaupmannahöfn.
Danska lögreglan að störfum í Kaupmannahöfn. AFP

Ung dönsk kona situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Tveir félagar hennar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi. 

Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins er þetta í fyrsta skipti sem dönsk kona er fangelsuð fyrir að hafa ætlað að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök en hún var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardaginn. Ekki eru veittar upplýsingar um hvað kemur fram í úrskurðinum þar sem hann verður ekki birtur.

Konan er úr vesturhluta Kaupmannahafnar og er ekki gefið upp hversu gömul hún er. Hins vegar herma heimildir DR að hún hafi verið handtekin ásamt 18 og 19 ára mönnum í Tyrklandi fyrr í mánuðinum þar sem þau ætluðu sér að fara til Sýrlands. Þeir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. 

Í fyrra var átján ára kona handtekin fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin en hún var ekki fangelsuð. 

Um það bil þriðjungur þeirra Dana sem hefur farið til Sýrlands eða Íraks til þess að berjast með Ríki íslams konur. Frá árinu 2012 hefur danska öryggislögreglan, PET, fengið upplýsingar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýrlands til þess að berjast með Ríki íslams.

Frétt DR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert