ESB verður ekki við ákalli May

Bretland verður fyrsta aðildarríkið til að yfirgefa sambandið.
Bretland verður fyrsta aðildarríkið til að yfirgefa sambandið. AFP

Evrópusambandið krefst þess að Bretlandi „verði nægjanlega ágengt“ í skilnaði sínum við sambandið, áður en viðræður um viðskiptasamning þeirra á milli geti hafist. Felst krafan í viðræðuáætlunum ESB sem birtar voru í morgun.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, hafði í bréfi sínu til forseta Evrópusambandsins á miðvikudag kallað eftir því að viðræður um viðskiptasamning færu fram samhliða og hæfust um leið og viðræður vegna úrsagnarinnar.

Mik­il óvissa rík­ir um hvaða áhrif út­ganga Bret­anna mun hafa. Ekk­ert aðildarríki hef­ur áður yf­ir­gefið sambandið í sextíu ára sögu þess.

Bret­land gerðist aðili að for­vera Evr­ópu­sam­bands­ins, Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu, í byrj­un árs 1973 og hef­ur því verið inn­an sam­bands­ins og for­vera þess í 44 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina