Drottningagatan opnuð á ný

Blóm hafa verið lögð nálægt árásarstaðnum. Búið er að opna …
Blóm hafa verið lögð nálægt árásarstaðnum. Búið er að opna Drottningagötuna fyrir umferð á ný. AFP

Búið er að opna Drottningagötuna í Stokkhólmi fyrir umferð á ný. Þessi helsta verslunargata Stokkhólms hefur verið lokuð fyrir umferð frá því að flutningabíl var ekið inn í mann­fjölda fyr­ir fram­an Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina í gærdag.

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir skemmstu að tæknideild lögreglunnar hafi lokið rannsókn á vettvangi árásarinnar sem kostaði fjóra lífið.

Lögregla hefur staðið fyrir húsleit á nokkrum stöðum í dag og hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því að þrír hið minnsta hafi verið handteknir í tengslum við rannsóknina. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta þær fregnir en hefur þó sagt að hún telji manninn sem handtekinn var í gærkvöldi, 39 ára Úsbeka, vera árásarmanninn.

Þá greinir Aftonbladet frá því að boðað hafi verið til sérstakrar kærleiksstundar á Sergels torgi á morgun í gegnum Facebook undir yfirskriftinni, Stokkhólmur stendur sameinaður! og hafa 23.000 manns þegar lýst yfir áhuga á að taka þátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert