21 látinn í árás á kirkju í Egyptalandi

Sprengjan sprakk í kirkju í borginni Tanta í Egyptalandi.
Sprengjan sprakk í kirkju í borginni Tanta í Egyptalandi. Google

Að minnsta kosti 21 lét lífið og 59 eru særðir eftir að sprengja sprakk í kirkju í borginni Tanta, sem er 120 km frá Kaíró í Egyptalandi. Árásin átti sér stað í dag, pálmasunnudag, í messu í Girgis-kirkjunni.

Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásinni, en samkvæmt BBC hefur árásum á kristnar kirkjur af hendi íslamista fjölgað til muna frá árinu 2013. Minnihluti Egypta er kristinnar trúar.

Ekki liggur enn fyrir hvort sprengjunni var komið fyrir í kirkjunni, eða hvort um sjálfsvígsárás var að ræða.

Í desember í fyrra létust 25 manns þegar sprengja sprakk í messu í dómkirkju í Kaíró. Í febrúar á þessu ári varaði Ríki íslams við frekari árásum á kirkjur kristinna manna. Um 10% þjóðarinnar eru kristinnar trúar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert