Fá Pulitzer fyrir Panamaskjölin

Nöfn þessara sex þjóðarleiðtoga komu m.a. fram í Panamaskjölunum (efst …
Nöfn þessara sex þjóðarleiðtoga komu m.a. fram í Panamaskjölunum (efst frá vinstri): Mauricio Macri, forseti Argentínu, Khalifa bin Zayed al-Nahayan, forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og Salman bin Abdulaziz, forseti Sádi-Arabíu. Neðri röð frá vinstri: Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, og David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, fjölmiðlafyrirtækið McClatchy og Miami Herald fengu í dag Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin.

Verðlaunanefndin gefur rannsókninni, sem tók ár að vinna, lof fyrir að notast við samvinnu fleiri en þrjú hundruð blaðamanna í sex heimsálfum til að afhjúpa hulda innviði og stórt hlutverk skattaskjóla.

Rannsóknin afhjúpaði aflandsfélög sem tengd voru fleiri en 140 stjórnmálamönnum í rúmlega 50 löndum, þar á meðal 14 fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtogum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert