Vill herða hryðjuverkalöggjöfina

Mikil sorg hefur ríkt í Stokkhólmi eftir árásina á föstudag.
Mikil sorg hefur ríkt í Stokkhólmi eftir árásina á föstudag. AFP

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Morgan Johansson, segist munu leitast við að herða löggjöf landsins gagnvart hryðjuverkum. Þetta kemur fram í samtali hans við fréttastofu AFP.

Maðurinn, sem lögregla hefur grunaðan um að hafa verið við stýri vörubílsins sem ekið var yfir gangandi vegfarendur á sunnudag, hafði áður sýnt áhuga á samtökum íslamista samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þá mun hann hafa farið í felur eftir að umsókn hans um vist í landinu var hafnað á síðasta ári.

Spurður hvernig hann vilji herða löggjöfina segir ráðherrann að þegar hafi verið gert refsivert að fara út fyrir landsteinana í því skyni að starfa fyrir hryðjuverkasamtök, auk þess sem betur er skyggnst eftir mögulegum fjármögnunarleiðum slíkra samtaka. Hægt sé að útfæra þær aðgerðir enn frekar.

„Við erum að skoða löggjöfina sem til staðar er í Noregi, sem hefur svipaða stjórnarskrá og Svíþjóð,“ segir Johansson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert