Rússar beittu neitunarvaldinu

Rússar, helstu hernaðarbandamenn Sýrlands, notuðu í kvöld neitunarvald sitt í öryggisráði SÞ þegar kosið var um ályktun um að ríkisstjórn Sýrlands myndi aðstoða við rannsókn á meintri efnavopnaárás þann 4. apríl síðastliðinn.

Er þetta í áttunda skiptið sem Rússar koma í veg fyrir aðgerðir gegn Sýrlandi með þessum hætti, síðan styrjöldin þar hófst árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert