Vélmenni afhendir mat

Vélmennið keyrir um og afhendir mat.
Vélmennið keyrir um og afhendir mat. AFP

Vélmenni afgreiðir matarpantanir í San Francisco. Það nær að leysa verkefnið með hjálp myndavéla og hljóðbylgja til að finna út rétta staðsetningu. Tæknifyrirtækið Marble hannaði vélmennið. BBC greinir frá.  

Hægt er að fá heimsendan mat frá vélmenninu með því að panta í gegnum appið Yelp Eat24. Stefnt er að því að vélmennið geti afhent matvöru, böggla og annan varning í framtíðinni. 

Önnur fyrirtæki hófu að bjóða upp á sömu þjónustu fyrr á þessu ári í borgunum Washington DC, Redwood City og Kaliforníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert