Ásakanir um notkun efnavopna trúverðugar

Börn fá meðferð eftir efnavopnaárásina í Idlib-héraði í Sýrlandi.
Börn fá meðferð eftir efnavopnaárásina í Idlib-héraði í Sýrlandi. AFP

Alþjóðleg stofnun sem vaktar notkun efnavopna í heiminum segir að upplýsingar um að efnavopnaárás hafi verið gerð í sýrlenska þorpinu Khan Sheikhun séu trúverðugar. 

Að minnsta kosti 87 létu lífið í árásinni, þar af mörg börn. 

Stofnunin segir að sérfræðingar hennar hafi greint allar þær upplýsingar sem fundist hafa um árásina og að það sé þeirra mat að ásakanir um að efnavopnaárás hafi verið gerð séu trúverðugar.

Bash­ar-al Assad Sýr­lands­for­seti segir að frétt­ir af efna­vopna­árás hers hans séu „100% til­bún­ing­ur“. Þetta seg­ir hann í einkaviðtali við AFP-frétta­stof­una. „Það var eng­in skip­un gef­in um nokkra árás.“

Tyrk­ir segj­ast hafa sann­reynt að sa­rín-taugagasi hafi verið beitt í árás­inni.

Sjón­ar­vott­ar segja að orr­ustuþotur hafi flogið yfir þorpið. Rúss­ar hafa sagt að þeir hafi ekki beitt efna­vopn­um en að orr­ustuþotur hafi varpað sprengj­um á vopna­búr upp­reisn­ar­manna þar sem efna­vopn hafi verið geymd.

Á mynd­skeiðum sem tek­in voru á vett­vangi árás­ar­inn­ar mátti sjá börn berj­ast við að ná and­an­um og froðu vella úr munn­vikum þeirra. 

Nokk­ur fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar voru flutt til ná­granna­lands­ins Tyrk­lands til meðferðar. Heil­brigðisráðherra Tyrkja seg­ir að sam­kvæmt rann­sókn­um á þeim sé ljóst að um sa­rín-taugagas hafi verið að ræða. 

Assad seg­ir í sam­tali við AFP að sýr­lensk yf­ir­völd hafi látið efna­vopna­búr sitt af hendi árið 2013 og bætti við: „Jafn­vel þótt við ætt­um þau, mynd­um við ekki nota þau.“

Rann­sókn­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna komst að því að Sýr­lands­her hef­ur beitt efna­vopn­um gegn óbreytt­um borg­ur­um í stríðinu, m.a. árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert