Hlaut nefbrot og heilahristing

Farþegi sem dreginn var frá borði vélar United Airlines með valdi hlaut heilahristing og nefbrot. Þetta sagði lögmaður hans á blaðamannafundi í dag. Farþeginn, læknirinn David Dao, ætlar í mál við flugfélagið. Upplifun mannsins var verri en reynsla hans úr Víetnam-stríðinu, að sögn lögmanns hans.

Lögmenn mannsins hafa þegar farið fram á að dómstólar tryggi að flugfélagið sem og borgaryfirvöld í Chicago, þar sem atvikið átti sér stað, varðveiti sönnunargögn, s.s. efni úr eftirlitsmyndavélum. 

Lögmaður Daos segir að hann hafi tvö ár til að fara með málið fyrir dómstóla en segist „lofa því“ að það muni ekki taka svo langan tíma.

Bannað að beita valdi

„Ef þú ætlar að vísa farþega frá borði, undir hvaða kringumstæðum sem það er, má ekki beita til þess valdi og ofbeldi. Þannig eru lögin,“ sagði Thomas Demetrio, lögmaður Daos á blaðamannafundinum. „Flugfélög, United sérstaklega, hafa lengi vaðið yfir okkur. Við viljum njóta virðingar og halda reisn okkar. Það er málið.“

Ástæðan fyrir því að borgaryfirvöld hafa einnig verið krafin um varðveislu gagna í málinu er sú að Chicagoborg rekur O´Hare-flugvöllinn þar sem vélin var er atvikið átti sér stað.

Ástríkur afi og dásamlegur faðir

Samkvæmt upplýsingum lögmannsins hlaut Dao alvarlegan heilahristing og nefbrot er hann var dreginn með valdi úr sæti sínum og um gang flugvélarinnar. Þá hlaut hann einnig önnur minni meiðsl. Lögmaðurinn segir að Dao hafi „engan áhuga á að sjá þessa flugvél nokkru sinni aftur.“

Dóttir Daos, Crystal Dao Pepper, var einnig viðstödd blaðamannafundinn. Hún segir að foreldrar sínir hafi verið á heimleið til Kentucky eftir frí er atvikið átti sér stað. Hún lýsir föður sínum sem dásamlegum manni og ástkærum afa.

„Pabbi minn er að láta sér batna núna og það er það eina sem ég vil segja,“ sagði hún á fundinum.

Efast um yfirbókun flugsætanna

Aðrir farþegar sem voru um borð í vélinni tóku atvikið upp á myndbönd. Eftir að myndskeiðin tóku að birtast í fjölmiðlum kom United með þær skýringar að Dao hefði verið tekinn frá borði þar sem yfirbókað hefði verið í vélina og að enginn hefði sjálfviljugur boðist til að fara frá borði. Hann og þrír aðrir hafi verið valdið af handahófi. Lögmaður Daos efast um sannleiksgildi þess að um yfirbókun hafi verið að ræða.

„Þetta snerist ekki um yfirbókun. Þetta snerist um það að á síðustu stundu þurftu fjórir starfsmenn flugfélagsins að komast til Louisville svo að þeir kæmust til vinnu næsta dag,“ segir hann og gagnrýnir harðlega að hin meinta yfirbókun hafi komist upp þegar allir farþegar voru komnir um borð og sestir í sæti sín.

Frétt CNN um blaðamannafundinn

Crystal Dao Pepper, dóttir farþegans Davids Dao, á blaðamannafundi í ...
Crystal Dao Pepper, dóttir farþegans Davids Dao, á blaðamannafundi í dag. AFP
mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
PENNAR
...
 
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...