Flykkjast að „Óttalausu stúlkunni“

Ferðamenn hafa flykkst að „Óttalausu stúlkunni“ sem var stillt upp fyrir framan nautið fræga á Wall Street í New York. Sá sem bjó til styttuna af nautinu hefur óskað eftir því að styttan af stúlkunni verði fjarlægð. Sumir ferðamenn hafa samúð með listamanninum en flestir vilja samt að báðar stytturnar fái að vera áfram að sínum stað.

Styttan af stúlkunni er úr bronsi og var sett upp að frumkvæði eignastýringarfyrirtækisins State Street Global Advisors sem ákall eftir því að fleiri konur fái stöður innan stjórna fyrirtækja.

„Ég get skilið hans sjónarhorn, engin spurning, vegna þess að þetta er kröftugur skúlptúr hjá honum. Ég get skilið að þessi litla stúlka skyggi á hann. Það hlýtur að vera erfitt fyrir sjálfsálitið hans,“ sagði einn ferðamannanna.

Annar sagði að það væri gott að stúlkan væri núna staðsett á móti nautinu. Allir eigi rétt á að hafa sína skoðun og að nautið hafi fengið að vera óáreitt á sama stað í mjög langan tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert