Sýknaður af því að nauðga dóttur sinni

Vatnið Hesharagatta í Bangalore.
Vatnið Hesharagatta í Bangalore. Wikipedia/Nikkul

Indverskur dómstóll hefur sýknað starfsmann frönsku ræðismannaskrifstofunnar í Bangalore af því að hafa nauðgað þriggja ára dóttur sinni. Pascal Mazurier var handtekinn í júní 2012 eftir að indversk eiginkona hans sakaði hann um glæpinn.

Mazurier hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en réttarhöld yfir honum hafa staðið yfir frá 2014 og vakið mikla athygli á Indlandi. Eiginkona Mazurier og sumir fjölmiðlar hafa sakað frönsk yfirvöld um að hafa reynt að verja hann fyrir réttvísinni.

Lögmenn Mazurier, Clement Witt og Pierre-Oliver Sur, sögðu í samtali við AFP að dómurinn markaði enda „martraðar“. „Hann er sigur sannleikans á lygunum,“ sögðu þeir.

Sjálfur sagði Mazurier niðurstöðuna mikinn létti.

„Von mín er að endurnýja samband mitt við börnin mín og bæta upp fyrir tapaðan tíma,“ sagði hann í símtali við AFP frá Bangalore.

Suja Jones, fyrrverandi eiginkona Mazurier, sagði ákvörðunin hins vegar þýða að það væri ekkert réttlæti til handa dóttur hennar. Hún hyggst áfrýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert