Sakar Íran um að ýta undir óstöðugleika

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar stjórnvöld í Íran um að ýta undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna á svæðinu. 

Tillerson segir að eftirlitslaust Íran geti mögulega fetað í fótspor Norður-Kóreu og tekið heiminn niður með sér í leiðinni. Þetta kemur fram á vef BBC.

Ummælin lét ráðherrann falla í gær. Hann segir að Íran haldi áfram að ögra og styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi og kyndi undir ófriðarbál víða í heiminum. Hann gagnrýndi einni Írana fyrir þátttöku í stríðinu í Sýrlandi með stuðningi sínum við Bashar al-Assad, forseta landsins.

Í frétt BBC segir enn fremur, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fyrirskipað að samkomulag við Íran um kjarnorkumál verði endurskoðað. Tekið er fram að bandarísk stjórnvöld hafi viðurkennt að Íranar séu að fara eftir því samkomulagi sem var gert árið 2015.

Stjórnvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um ummæli utanríkisráðherrans. Þau hafa hins vegar ítrekað neitað ásökunum Vesturveldanna um að Íran vilji smíða og þróa kjarnorkuvopn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Fatnaður
...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...