„Þetta tekur engan enda“

Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

„Þetta lítur út fyrir að vera hryðjuverkaárás. Hvað getur maður sagt? Þetta tekur engan enda. Við verðum að vera sterk og við þurfum að halda árvekni okkar og ég hef sagt þetta lengi,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, um árásina í Frakklandi. 

Hann vottaði Frökkum samúð sína og sagði að hugur sinn væri hjá þeim þessa stundina. Þetta sagði hann á blaðamannafundi með Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í Hvíta húsinu í kvöld.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert