Felldu fimmtíu hermenn í herstöð

Hermenn Bandaríkjahers í Afganistan.
Hermenn Bandaríkjahers í Afganistan. AFP

Meira en fimmtíu afganskir hermenn féllu í árás talíbana í dag. Árásin var gerð á herstöð í nágrenni borgarinnar Mazar-i-Sharif í norðurhluta landsins. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu bandaríska hersins.

Samkvæmt upplýsingum hersins stóð árásin yfir í nokkrar klukkustundir. Henni lauk snemma í kvöld. 

Talíbanar og Ríki Íslams hafa staðið að fjölda árása í Afganistan að undanförnu. Bandaríkjamenn, sem enn eru með herlið í landinu, svöruðu með loftárás fyrir nokkrum dögum. Í henni féllu um tuttugu vígamenn Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert