Rekinn en fær milljarða

Bill O'Reilly er þekktur sjónvarpsmaður.
Bill O'Reilly er þekktur sjónvarpsmaður. AFP

Fyrrverandi þáttastjórnandinn og fréttaþulurinn Bill O'Reilly fær að öllum líkindum starfslokasamning sem nemur 25 milljónum dala, um 2,7 milljörðum króna, eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni Fox í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. 

Fox hefur ekki staðfest þessa upphæð en um er að ræða árslaun þáttastjórnandans.

O'Reilly var gríðarlega vinsæll meðal áhorfenda en hann stjórnaði m.a. þættinum The O´Reilly Factor sem hóf göngu sína árið 1996. Þátturinn var sýndur á kvöldin og hefur nú verið tekinn af dagskrá. Sá sem fylla mun í skarðið er Tucker Carlson. Sá hafði áður stýrt þætti síðar á kvöldin í stað fréttakonunnar Megyn Kelly sem fór frá Fox til að stýra þætti hjá NBC.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ásakanir um kynferðislegt áreiti koma upp hjá stöðinni. Kelly sagði sjálf frá því fyrir nokkuð að hún hafi verið áreitt af fyrrverandi stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar, Roger Ailes. Hann hætti störfum hjá Fox á síðasta ári eftir fjölda ásakana um kynferðislegt áreiti.

1. apríl birti New York Times frétt um að í það minnsta fimm konur hefðu sakað O'Reilly um kynferðislegt áreiti og fengið háar bætur frá sjónvarpsstöðinni.

Í kjölfar fréttanna hættu margir auglýsendur að auglýsa í þætti hans og á Fox-sjónvarpsstöðinni. Þá loks ákváðu stjórnendur Fox að láta hann fara. 

mbl.is
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Símaþjónusta
Önnur störf
Símaþjónusta sumarafleysing Óskað ...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...