Macron vill verða rödd vonar

Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron, sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna ásamt Marine Le Pen, heitir því að berjast gegn þeirri ógn sem stafi af þjóðernishyggju.

„Ég vil verða forseti föðurlandsvina sem berjast gegn ógn þjóðernishyggju,“ sagði hinn 39 ára gamli Macron við stuðningsmenn sína í Frakklandi eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir í kvöld. 

„Í ykkar nafni mun ég verða rödd vonar fyrir landið okkar og fyrir Evrópu,“ sagði Macron, sem mun mæta Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna 7. maí miðað við það sem útgönguspárnar benda til. 

Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, sem voru birtar nú í kvöld, er talið að Macron muni sigra Le Pen með yfirburðum. Hún hefur hert afstöðu sína og orðræðu gegn Evrópu og innflytjendum á undanförnum vikum. 

Macron var að vonum ánægður í kvöld.
Macron var að vonum ánægður í kvöld. AFP
Le Pen ávarpaði einnig sína stuðningsmenn og sagði að sigur …
Le Pen ávarpaði einnig sína stuðningsmenn og sagði að sigur hennar marki tímamót. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert