Fjórða aftakan á viku

AFP

Fjórði fanginn á aðeins viku var tekinn af lífi í Arkansas í nótt en yfirvöldum í ríkinu er mikið í mun að ljúka af sem flestum aftökum áður en lyfið sem notað er til þess að drepa fangana rennur út. 

Áætlanir ríkisins ganga út á að taka átta fanga af lífi á ellefu dögum en ekki er talið að það náist enda hefur verið harðvítuglega deilt um málið fyrir dómstólum vestanhafs að undanförnu. Ekki bara af hálfu verjenda fanganna heldur einnig lyfjafyrirtækja sem eru ósátt við að lyf sem þau framleiða séu notuð í þeim tilgangi að eyða lífi.

Kenneth Williams.
Kenneth Williams. AFP

Fjórir af 11 föngum fengu gálgafrest en fyrsta aftakan í Arkansas í 12 ár fór fram á sumardaginn fyrsta. Þá var morðinginn Ledell Lee tekinn af lífi í Cummins-fangelsinu í Varner, Arkansas. 

Jack Jones og Marcel Williams, sem voru báðir dæmdir fyrir nauðganir og morð á tíunda áratug síðustu aldar, voru teknir af lífi aðfaranótt þriðjudags en það er í fyrsta skipti í tæp 17 ár sem tveir fangar eru teknir af lífi í sama ríki Bandaríkjanna.

Jack Harold Jones og Marcel W. Williams.
Jack Harold Jones og Marcel W. Williams. AFP

Kenneth Williams, 38 ára, var síðan fjórði í röðinni en hann var tekinn af lífi í nótt. Ríkissaksóknari Arkansas, Leslie Rutledge, segir í tilkynningu að hann hafi verið tekinn af lífi með banvænni sprautu. Verjendur Williams höfðu óskað eftir því að lífi skjólstæðings þeirra yrði þyrmt, meðal annars vegna þroskaskerðingar hans. 

Repúblikinn Asa Hutchinson, sem er ríkisstjóri í Arkansas, segir að nauðsynlegt sé að taka svo marga fanga af lífi nú þar sem lyfið sem notað er við aftökurnar, midazolam, renni úti um mánaðamótin.

Margar deilur fyrir dómi snúast einmitt um midazolam en lyfið á að valda meðvitundarleysi hjá fanganum áður en önnur lyf drepa hann. Gagnrýnendur segja að lyfið virki hins vegar ekki alltaf sem skyldi og því þjáist fangarnir óheyrilega. Slíkt brýtur gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Don Davis.
Don Davis. AFP

Williams var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998 fyrir að hafa myrt 19 ára gamla skólastúlku, Dominique Hurd. Hann flúði úr fangelsinu 3. október 1999 með því að fela sig í ruslagámi eldhússins. Hann flúði á nærliggjandi sveitabæ þar sem Cecil Boren (57 ára) bjó. Hann skaut Boren til bana og stal bíl hans.

Williams ók norður til Missouri þar sem hann var hundeltur af lögreglu en eftirförin endaði með árekstri sem kostaði líf 24 ára gamals flutningabílstjóra, Michael Greenwood. 

Nokkrum klukkustundum fyrir aftökuna í gær sendi dóttir Greenwood bréf til Hutchinson ríkisstjóra og bað um að lífi morðingja föður hennar yrði þyrmt.

Midazolam.
Midazolam. Wikipedia

Kayla Greenwood skrifar í bréfinu að fjölskyldan sé ekki að biðja um að þjáningar ættingja annarra fórnarlamba séu virtar að vettugi heldur sé þetta ekki rétta leiðin til þess að lina þjáningar þeirra. „Aftaka hans mun ekki færa mér föður minn aftur né heldur veita okkur það sem hefur verið frá okkur tekið en hún mun kosta meiri þjáningar,“ skrifar Kayla Greenwood. 

Hún segir að þegar fjölskylda hennar frétti af því að Williams ætti dóttur sem og dótturdóttur sem hann hefði aldrei hitt keypti hún flugmiða fyrir þær mæðgur til Arkansas svo þær gætu hitt hann. Greenwood-fjölskyldan sótti þær mæðgur á flugvöllinn og keyrði þær í fangelsið.

Á sama tíma fagnaði Boren-fjölskyldan því að Williams hefði verið tekinn af lífi. „Við höfum beðið lengi eftir þessu augnabliki,“ sagði ekkja Boren, Genie, í viðtali við Fox 16. „Það á að refsa fólki fyrir gjörðir sínar.“

Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas.
Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas. AFP

Í yfirlýsingu frá Rutlegde (ríkissaksóknara Arkansas) eftir aftökuna segir hún að reglum laganna hafi verið fylgt og fjölskylda Cecil Boren hafi fengið réttlætinu fullnægt. „Ég bið þess að þessi lögmæta aftaka muni færa Boren-fjölskyldunni frið og réttlát málalok.“

Williams var úrskurðaður látinn klukkan 23:05 (klukkan 4:05 að íslenskum tíma í nótt) eftir að hafa hóstað gríðarlega og engst sundur og saman, að sögn vitna við aftökuna.

Leslie Rutledge, ríkissaksóknari í Arkansas.
Leslie Rutledge, ríkissaksóknari í Arkansas. Wikipedia/Gage Skidmore

Að sögn vitna hristist hann til og frá að minnsta kosti 15 eða 20 sinnum rétt áður en byrjað var að dæla banvænni lyfjablöndu í æðar hans. Williams hélt áfram að draga andann djúpt eftir að honum var gefið lyfið sem átti að lama hann og koma í veg fyrir að hann gæti hreyft sig.

Guardian

BBC

Sky

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Toyota Yaris 2007 - 690.000
Keyrður 109.000 km. Sjáfskiptur og lítur mjög vel út. Nýskoðaður athugasemdala...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...