28,23% kosningaþátttaka í Frakklandi

Það mun liggja fyrir í kvöld hvort Emmanuel Macron eða ...
Það mun liggja fyrir í kvöld hvort Emmanuel Macron eða Marine Le Pen verður næsti forseti Frakklands. AFP

Kosningaþátttaka í frönsku forsetakosningunum mældist 28,23% klukkan 12 að frönskum tíma (klukkan 10 að íslenskum) að sögn franska innanríkisráðuneytisins. Í kosningunum fyrir fimm árum mældist þátttakan á sama tíma 30,66%.

Í fyrri umferð forsetakosninganna, sem fór fram 23. apríl, mældist þátttakan um hádegisbil 28,54%.

Almennt er kosningaþátttaka góð þegar það kemur að forsetakjöri í Frakklandi, eða um 80%. 

Seinni umferðin, þar sem þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen berjast um embættið, fer fram þegar það er þriggja daga helgi í Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn í sex áratugi þar sem fulltrúar frá hinum hefðbundnu flokkum eru ekki í framboði. 

Í nýlegri könnun sögðust 10% svarenda vera óánægð með að þurfa að velja á milli Macron og Le Pen.

Innanríkisráðneytið mun birta næstu tölur yfir kosningaþátttöku klukkan 15 að íslenskum tíma. Búist er við fyrstu tölum um klukkan 18 að íslenskum tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermál...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...