Skiptar skoðanir um EES-samninginn

AFP

Ríflega fjórir af hverjum tíu Norðmönnum vilja annað hvort segja upp aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða endursemja um hann samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi fyrir norska götublaðið Verdens Gang. Rúmur þriðjungur vill hins vegar halda í samninginn eins og hann er í dag eða 35%.

Frétt mbl.is: Vilja þjóðaratkvæði um EES-samninginn

Fram kemur í frétt norska dagblaðsins Nationen að af þeim sem vilja annað hvort segja samningnum upp eða endursemja um hann séu 15% í fyrri hópnum en 27% í hinum. Fram kemur að íbúar í þéttbýli séu jákvæðari fyrir því að halda í EES-samninginn en þeir sem búa í dreifbýli. Tæplega 2/3 stuðningsmanna Miðflokksins og Framfaraflokksins vilja annað hvort segja samningnum upp eða endursemja um hann.

Frétt mbl.is: Hafnar inngöngu í ESB

Samkvæmt niðurstöðum annarrar skoðanakönnunar í Noregi á dögunum voru 23% hlynnt EES-samningnum en 35% á því að skipta honum út fyrir hefðbundinn fríverslunarsamning. Í sömu könnun vildu 47% þjóðaratkvæði um EES-samninginn en 20% voru því andvíg. Töluverð umræða er í Noregi um framtíð samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert