Sýrlendingar fjölmennari en Finnar í Svíþjóð

Frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd úr safni.
Frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd úr safni.

Finnar í Svíþjóð hafa verið fjölmennastir þeirra sem fæddir eru utan landsins síðan á tímum síðari heimsstyrjaldar. Nú hafa Sýrlendingar tekið við sem fjölmennasti hópurinn, en í marsmánuði voru í landinu 158.443 einstaklingar fæddir í Sýrlandi, á sama tíma og 152.870 einstaklingar höfðu fæðst í Finnlandi.

Þetta kemur fram í nýjum tölum þjóðskrár þar í landi, en greint er frá þeim á vef sænska ríkissjónvarpsins.

Fjöldi Finna flutti til landsins frá stríðslokum og fram til níunda áratugarins, og töldu Finnar þá um 250.000 einstaklinga í Svíþjóð. Fækkað hefur í hópnum síðan á meðan Sýrlendingum hefur fjölgað með leifturhraða. Árið 2012 voru þeir 27.510 og eru því um sjö sinnum fleiri núna, fimm árum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert