Macron nýr forseti Frakklands

Nýr forseti Frakklands, Emmanuel Macron.
Nýr forseti Frakklands, Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macron varð í dag yngstur til að gegna embætti forseta Frakklands eftir að hafa svarið embættiseið í Elysées-höll. Þegar Macron kom til hallarinnar tók fráfarandir forseti Frakklands, François Hollande, á móti honum við rauða dregilinn inn í höllina. Veðrið er þokkalegt í París þrátt fyrir lítilsháttar úrkomu.

Macron er 39 ára gamall og er fyrsti forseti fimmta lýðveldis Frakklands sem ekki kemur úr röðum turnanna tveggja í franskri pólitík, Sósíalistaflokksins og Repúblikanaflokksins. Þykir þetta til marks um breytt landslag í frönskum stjórnmálum enda hvorki Macron né Marine Le Pen, fulltrúi Front National, úr röðum flokkanna tveggja og í fyrsta sinn sem báðir frambjóðendurnir sem komast í aðra umferð frönsku forsetakosninganna koma úr óhefðbundnum flokkum.

François Hollande tók á móti arftaka sínum á rauða dreglinum.
François Hollande tók á móti arftaka sínum á rauða dreglinum. AFP

Eiginkona Macron, Brigitte, var við innsetninguna en þau komu ekki saman til hallarinnar. Hún var klædd í ljósbláa drakt frá Louis Vuitton. Í dag munu þeir Macron og Hollande ræða einslega saman þar sem Hollande gefur honum upp kóða fyrir kjarnorkuvopn í eigu Frakka. Að því loknu mun Macron mæta á athöfn sem hundruð stjórnmálamanna og annarra gesta þar sem niðurstaða kosninganna verður lesin upp. 

Ný forsetafrú Frakklands, Brigitte Trogneux, sést hér koma til hallarinnar.
Ný forsetafrú Frakklands, Brigitte Trogneux, sést hér koma til hallarinnar. AFP

Við lok formlegrar athafnar verður 21 fallbyssuskoti skotið upp við Invalides á bökkum Signu. Síðan verður ekið með Macron að Sigurboganum þar sem hann leggur blómsveig á gröf óþekkta hermannsins.

Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í París og eru um 1.500 lögreglumenn á vakt við forsetahöllina og Champs-Elysées-breiðgötuna sem liggur þar skammt hjá. Öllum götum í nágrenninu hefur verið lokað fyrir umferð.

Að loknum formlegum hádegisverði mun Macron fara í ráðhús Parísar sem er hluti af hefðbundinni dagskrá á fyrsta degi forseta Frakklands í starfi.

Systir Macron, Estelle ásamt fjölskyldu sinni við komuna til hallarinnar …
Systir Macron, Estelle ásamt fjölskyldu sinni við komuna til hallarinnar í morgun. AFP

Það verður nóg að gera fyrir Macron fyrstu vikuna í starfi. Á morgun mun hann væntanlega gefa upp nafn næsta forsætisráðherra Frakklands en fljúga síðan til Berlínar á fund kanslara Þýskalands, Angelu Merkel. Sem einnig er mjög hefðbundið fyrir fyrstu embættisverk forseta Frakklands - að heimsækja leiðtoga helstu samstarfsríkja í Evrópu. Macron er mikið í mun að auka samstarf ríkja í Evrópu og vill hann að myndað verði sérstakt þing og fjárlög fyrir evru-svæðið. 

Hægt er að fylgjast með dagskránni beint á Le Parisien

Fjölmargir prúðbúnir gestir mættu til hallarinnar.
Fjölmargir prúðbúnir gestir mættu til hallarinnar. AFP
AFP
Stjúpdóttir Macron, Laurence Auziere-Jourdan, eiginmaður hennar Guillaume Jourdan ásamt börnum …
Stjúpdóttir Macron, Laurence Auziere-Jourdan, eiginmaður hennar Guillaume Jourdan ásamt börnum sínum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert