Deildi leynilegum upplýsingum með Rússum

Donald Trump ásamt Sergei Lavrov í Hvíta húsinu í síðustu …
Donald Trump ásamt Sergei Lavrov í Hvíta húsinu í síðustu viku. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi viðkvæmum og leynilegum upplýsingum um hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Ríki íslams með utanríkisráðherra Rússlands. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.

Upplýsingarnar komu frá bandamanni Bandaríkjanna sem hafði ekki gefið bandarískum stjórnvöldum leyfi til að deila þessum upplýsingum með Rússum, að því er fram kemur í Washington Post.

Atvikið átti sér stað þegar Trump fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í Washington í síðustu viku.

Dina Powell, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir aftur á móti að þetta sé ekki rétt. „Þessi frétt er uppspuni,“ segir Powell sem var viðstödd fundinn.

„Forsetinn talaði aðeins um sameiginlegar ógnir sem þjóðirnar standa frammi fyrir.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er bendlaður við rússnesk stjórnvöld og eru rannsóknir í gangi þar sem verið er að skoða samskipti hans við yfirvöld í Moskvu. Trump hefur vísað öllu slíku á bug, segir ásakanirnar „falsfréttir“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert