Kveikti í sér í München

Wikipedia

Karlmaður á sextugsaldri kveikti í sér á torginu Marienplatz í borginni München í Þýskalandi í morgun með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Maðurinn ók að torginu á bifreið sinni, helti síðan yfir sig nokkrum lítrum af bensíni og kveikti í sér.

Vegfarandi reyndi að slökkva í manninum en hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkrum klukkustundum síðar. Lögreglan segir ekki ljóst hvers vegna maðurinn kvikti í sér. Skrifaðar höfðu verið á bifreið hans ýmis konar yfirlýsingar. Til að mynda: „Aldrei aftur stríð á þýskri jörð,“ og „Amri er aðeins toppurinn á ísjakanum.“

Vísaði maðurinn þar hryðjuverkamanns sem myrti tólf manns í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í desember. Lögreglan lítur engu síður ekki svo á að um pólitískar ástæður hafi verið að ræða enn sem komið er og segir málið einfaldlega í rannsókn. Eina sem lögreglan hefur slegið föstu er að ekkert bendi til að fleiri hafi komið að málinu.

Fréttavefurinn Thelocal.de greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert